fimmtudagur, apríl 20

Leikmenn: Sigurður G. Guðjónsson

Gulldrengurinn
Sigurður Gísli Guðjónsson hefur nú gengið til liðs við uppeldisfélag sitt á ný eftir að hafa spilað með Ægi í Þorlákshöfn síðasta sumar. Hann stefnir á stór markmið fyrir félagið en hann hefur verið iðin við markaskorun í leikjum sínum með Hamri. Hann var markakóngur tímabilin 2003 með 7 mörk og 2004 með 6 mörk. Hann fékk viðurnefnið gulldrengurinn enda er hann einstaklega fær um að klára leiki uppá eigin spýtur með snerpu, góðum staðsetningum og skotvissu. Markahæsti leikmaður Hamars frá upphafi í Íslandsmóti er Óli Jó með 13 mörk og Siggi stefnir nú ótrauður á að slá met hans og mun líklega ná þeim metnaðarfulla áfanga í sumar. Siggi hefur skorað 12 mörk í Íslandsmóti en 13 í öllum mótum.

Nafn: Sigurður Gísli Guðjónsson
Gælunafn: Gulldrengurinn
Fæðingardagur/ár: 24. október 1986
Hæð og Þyngd: 179 cm 74 kg
Staða á vellinum: Miðja/frammi
Uppáhalds númer: 8 og 11
Leikir og mörk fyrir Hamar: 26 leikir og 13 mörk
Fyrri félög: Selfoss, Ægir
Besti samherjinn: hmmm... hef ekki grænan
Fallegasti samherjinn: Kristmar (miðað við aldur)
Eftirminnilegasti leikurinn: 2003. 4-2 leikurinn á móti Árborg.
Knattspyrnumottó: Til hvers að hlaupa ef þú getur labbað. Til hvers að gefa´ann ef þú getur skotið.
Markmið: Bæta markamet Hamars
Annað:
Ég er sætastur

E-mail: siggi_86@hotmail.com/ sport@fsu.is
MSN: siggi_86@hotmail.com
Sími: 868-1516