miðvikudagur, apríl 19

Nýr þjálfari til Ægis!

Samkvæmt fréttaneti Árborgar hafa Ægismenn ráðið Pál Guðmundsson sem þjálfara. Á fréttaneti Árborgar segir: ,,Árborgarinn Páll Guðmundsson mun á morgun skrifa undir samning um þjálfun á meistaraflokksliði Ægis í knattspyrnu. Páll, sem er fyrrum þjálfari Árborgar, tekur við starfinu af Sigurði B. Jónssyni, fyrrum þjálfara Árborgar, sem sagði upp störfum á dögunum. "Já, það er rétt, við erum búnir að semja um alla þætti málsins og líklega mun ég skrifa undir og stjórna minni fyrstu æfingu á morgun," sagði Palli í samtali við fréttanet Árborgar í morgun."

Fráfarandi þjálfari þeirra Sigurður B. Jónsson stýrði Ægismönnum til besta árangurs þeirra á þessari öld síðasta sumar og tryggði þeim 5. sætið í riðlinum. Það er aðeins í annað skiptið sem að Ægir er ekki í neðsta sæti í sínum riðli síðan Hamar/Ægir sendu sameiginlegt lið í Íslandsmót. Ægismenn voru ekki lengi að finna sér nýjan lærimeistara og ná vonandi að halda áfram sama uppgangi og síðasta sumar. Þeir hafa þó misst fjóra leikmenn frá síðasta tímabili og þar á meðal snéru tveir Hamarsmenn heim á ný, þeir Sigðurður Gísli og Hafþór Stefáns.

Hamar og Ægir eru í sama riðli í sumar og mætast fyrst 7. júlí í Þorlákshöfn. Svo mætast liðin 19. ágúst í síðasta leik riðilsins á Grýluvelli og aldrei að vita nema að sá leikur muni skera úr um sigurvegara sumarsins.

(Fréttanet Árborgar fær þakkir fyrir skilvirka fréttamiðlun)
Kv. Björn Ásgeir