Fyrir leik...
Víðir 70 ára í ár |
Hamar hefur ekki mætt Víði opinberlega e.fcb. en þeir tróna nú á toppi A-riðils með níu stig eftir fjóra leiki líkt og Hamar. Víðismenn eru með gríðarlega sterkt lið sem fyr en þeir eru nú að hefja sitt annað tímabil í þriðju deild eftir að hafa spilað í mörg ár í annari deild. Þeir unnu sinn riðil örugglega í fyrra án þess að tapa leik og fengu aðeins á sig sex mörk í öllum tólf leikjum sumarsins en skoruðu 43 sem eru 3.58 mörk skoruð og 0.5 fengin á sig að meðaltali í leik. Þeir náðu hins vegar ekki að klóra sig í gegnum úrslitakeppninaí fyrra en í ár voru þeir fyrirfram taldir einna líklegastir til þess að vinna A-riðil og eru meðal þeirra liða sem spáð var að myndu fara upp. Hamarsmenn verða því augljóslega að mæta með allt sem þeir eiga í þennan erfiða útileik því það verður enginn skemmti-Garður sem Víðismenn munu bjóða Gestunum uppá.