fimmtudagur, júní 8

Grótta-Hamar

Einbeittur fyrir vítið
Hamar sótti Gróttu heim á Seltjarnarnesið í kvöld þar sem leikið var opnunarleik á nýju gervigrasi Gróttu. Grótta gjörsigraði leikinn og kýldu Hamarsmenn heldur betur niður á jörðina eftir sigur í síðustu tveim leikjum. Það var mjög hvasst og svalt framan af leik en það hægði þó þegar leið á kvöldið.

Grótta byrjaði leikinn með vindi og náði snemma undirtökunum á meðan Hamar beitti snörpum skyndisóknum. Grótta átti allnokkur færi snemma leiks en náðu ekki að gera sér mat úr þeim og vörn Hamars stóð vel. Á 17. mínútu náðu Hamarsmenn skyndisókn, Sigurður Gísli komst einn í gegn en brotið var á honum áður en hann náði að klára. Vítaspyrna var dæmd og Kristmar skoraði örugglega af punktinum. Markið blés líf í leik Hamars sem átti þó erfitt uppdráttar gegn Gróttu og vindinum. Þeir héldu því áfram að vera meira með boltan en Sigurður Gísli hefði þó hæglega getað komið Hamar í tvö núll úr nokkrum færum stuttu eftir markið en í stað þess skoruðu Gróttumenn jöfnunarmarkið á 30. mínútu. Eftir það skiptust liðin á að reyna búa sér til færi en Grótta skapaði sér meira pláss með tímanum. Markið lá í loftinu og á 40. mínútu fékk dómarinn þá einkennilegu flugu í höfuðið að dæma hornspyrnu eftir að einn Gróttumaður hafði skallað boltan í hendina á sér og fram hjá marki Hamars. Úr hornspyrnunni unnu Grótta svo aðra sem endaði með skalla í Hamarsmann og upp í loftið og svo fyrir fætur Gróttumannsinns aftur sem skoraði úr auðveldu færi. tveim mínútum síðar skoraði sami maður aftur og kom Gróttu í 3-1.

Í seinni hálfleik fékk Hamar vindinn í bakið en það var ekki nóg til að rífa Hamarsmenn upp af ra*****inu. Menn héldu sig hæfilega langt frá Gróttumönnum til þess að eyðileggja örugglega ekki flott spil þeirra og Grótta hélt því áfram að einoka boltan. Þegar boltinn vannst náði Hamar sjaldan eða aldrei að senda boltan oftar en tvisvar innan liðsins, rétt eins og í fyrri hálfleik, og ef þeir dirfðust til að sækja stoppaði línuvörðurinn það eins og skot. Sá ágæti vörður var valinn af handahófi af Seltjarnarnesinu fyrir leik í stöðu sína og hafði rétt tæpum þrem mínútum áður en flautað var til leiks hlotið hraðnámskeið í rangstöðu og var frammistaða hans eftir því. Það var þó ekki honum að kenna greyinu að Hamarsmenn væru áhorfendur af leiknum á meðan Grótta lék fótbolta og eftir um tíu mínútna spil hjá Gróttu náðu þeir að skora sitt fjórða mark. Andlausir Hamarsmenn náðu lítið að skapa sér færi til að minnka munin og virtust ekki á því að prófa markmann andstæðinganna. Grótta hélt áfram að spila boltanum þangað til á 72. mínútu þegar Robert felldi Gróttumann rétt fyrir utan teig sem var kominn einn í gegn. Hann fékk hins vegar bara gula spjaldið og var heppinn að hanga inná. Eftir aukaspyrnuna skoraði Grótta svo fimmta markið og svo það sjötta átta mínútum síðar og fullkomnaði þar með niðurlægingu Hamars.


Erfiður dagur hjá Rocky
Byrjunarliðið
Robert, Milos, Árni Geir, Steini, Björn Aron, Árni Tvíbbi, Rafn(F), Mladen, Marri(Þ), Helgi og Siggi Gísli

Varamenn
83. Binni
83. Helgi Guðna

88. Haukur
88. Rafn

88. Hannes Bjartmar
88. Marri

89. Hafþór Björns
89. Árni Tvíbbi

89. Tryggvi Freyr
89. Mladen

Liðsstjórn
Hjörtur Sveinsson (L/F)
Björn Ásgeir (AÞ)
Sindri Kára

Spjöld
38. Árni Tvíbbi
72. Robert

Mörk
17. Kristmar (úr víti)

Maður leiksins: Enginn!