laugardagur, júní 17

Hamar-KV

Grýluvöllur á góðum degi
Hamar vann KV 2-1 í sundlauginni Grýluvelli í gærkveldi. Hamar hefði getað klárað leikinn margoft en náði því ekki þrátt fyrir mjög mörg góð færi. Í staðinn minnkaði KV munin í 2-1 eftir að Hamar hafði komist í 2-0. Síðustu mínúturnar einkenndust af mikilli baráttu á þungum vellinum en þrjú stig komust í höfn. Skýrsla er í vinnslu og birtist hér korter yfir eitthvað á morgun sunnudag.