miðvikudagur, júní 21

Hamar-KV

Þessi settan (eða hinn)
Hamar fékk KV í heimsókn á föstudaginn og bauð uppá 10-15 metra og 10.000 lítra á sekúndu. Vind hægði þó örlítið þegar á leikinn leið eða um leið og Hamar átti að fá vindinn í bakið, það ringdi án afláts allan leikinn.

Grýluvöllur var ein stór sundlaug þegar Kjartan Björnsson flautaði á annan opinbera leik Hamars og KV sem byrjaði á venjulegum þreyfingum af beggja hálfu. Eftir byrjunarþóf fyrstu 15-20 mínúturnar voru það Hamarsmenn sem voru meira með boltan en við náðum þó ekki að skapa okkur nein markverð færi. Ekki fyrr en að Siggi Gísli komst einn á móti markmanni KV sem að kippti undan honum nýrökuðum legggjunum rétt fyrir utan teig. Markmaðurinn var heppinn og slapp með gult spjald og heppnin lék svo aftur við hann þegar Mladen skaut yfir úr aukaspyrnunni. Fleiri færi litu dagsins ljós hjá báðum liðum, ívið hættulegri hjá Hamarsmönnum sem hefðu margoft getað klárað leikinn en þess í stað þurfti markmaður KV einungis einu sinni að verja boltan í fyrri hálfleik.

Seinni háfleikur byrjaði svipað og sá fyrri og áttu bæði lið erfitt með að fóta sig á blautum vellinum en það voru hins vegar ekki liðnar nema um fímm mínútur þegar dæmd var vítaspyrna á varnarmann KV. Marri tók spyrnuna og skoraði úr henni. Eftir það skiptust liðin á að halda boltanum en Hamar fékk þó fleiri hættuleg færi. Þau færi sem Hamar fékk, bæði í fyrri og seinni hálfleik, einkenndust af því að Hamarsmenn ætluðu að sóla eða spila boltanum í gegnum markið í stað þess að klára færin þegar þau gáfust. Hamarsmenn fengu ótal færi sem hæglega hefðu getað klárað leikinn en það var ekki fyrr en á 70. mínútu að hugrakkur drengur úr vörninni brá sér fram og ákvað að slútta þessu fyrir framlínuna. Það var Árni tvíbbi sem að setti boltan inn fyrir marklínuna en hann ákvað hins vegar að spara netið og setja hann bara rétt nægilega langt yfir línuna. KV minnkaði svo muninn mínútu síðar og eftir það var leikurinn í járnum. Leikmenn KV lifnuðu við eftir markið og hefðu hæglega getað haft af heimaliðinu stig en Hamar hélt hreinu með góðri vörn. Leikurinn í heild var góður fyrir Hamar en það er ljóst að við verðum að klára færin sem við fáum ef við ætlum að vinna leikina sem frammundan eru.


Byrjunarliðið
Byrjunarliðið
Robert, Milos, Árni Geir, Steini, Björn Aron, Árni Tvíbbi, Rafn(F), Mladen,
Marri(Þ), Helgi og Siggi Gísli

Skiptingar
75. Bjössi Red
75. Siggi Gísli

80. Björn Ásgeir
80. Árni Tvíbbi

Bekkurinn
Binni
Haukur
Tryggvi

Liðsstjórn
Hjörtur Sveinsson (L/F)
Sindri Kára

Spjöld
56. Siggi Gísli
71. Árni Tvíbbi
75. Árni Geir

Mörk
53. Kristmar (úr víti)
69. Árni Tvíbbi

Maður leiksins: Steini Tvíbbi