föstudagur, júní 2

Leikmenn: Björn A. Magnússon

Krullur rokka!!!
Björn Aron Magnússon er Hamarsmaður í húð og hár og hefur spilað meira og minna undir merkjum Hamars á ferlinum. Hann hefur þó spilað með Selfoss-liðunum báðum og það við góðan orðstír enda úrvals leikmaður. Hann spilaði með Selfoss síðasta sumar og tók þar þátt í ellefu leikjum. Það er óhætt að segja að Bakaradrengurinn, eins og hann er gjarnan kallaður, sé búinn að vera að safna reynslu á Selfossi til þess að færa í Hveragerði því hann kemur nú sterkari en nokkru sinni fyr til liðs við Hamar. Hann getur spilað flestar stöður á vellinum en hans sterkustu stöður, sem hann hefur helst spilað, eru bakvörður, útherji eða á miðjunni og sómir hann sér vel í þeim öllum sem segir margt um hann sem knattspyrnumann. Markmið Bjössa er að taka þátt í spennandi sumri með Hamri og færa þeim þá reynslu sem hann hefur aflað sér austan við Inghólsfjallið og hann mun án efa verða liðinu drjúgur í sumar.

Nafn: Björn Aron Magnússon
Gælunafn: Krulli, Bjössi, Snoði
Fæðingardagur/ár: 24. júní 1985
Hæð og þyngd: 173 cm og 65 kg
Staða: Bakvörður, miðja, vængur
Uppáhalds númer: Ekkert svoleiðis
Leikir og mörk: 15 með Selfoss / 13 með Hamri
Fyrri félög: Selfoss
Besti samherjinn: Þessir krullhærðu eru oftast þeir sem bera af...
Fallegasti samherjinn: Held að hann sé á leiðinni frá Serbíu
Eftirminnilegasti leikurinn: Örugglega þegar ég nefbrotnaði og braut tönn í leik síðasta sumar (það situr eftir)
Knattspyrnumottó: Hjálpa til við að gera Hamar að stórveldi
Markmið: Vinna 3. deildina í sumar
Annað: Menn með krullur kunna að rokka!

E-mail: bjornaron@hotmail.com
MSN: bjornaron@hotmail.com
Sími: 868 9078