þriðjudagur, maí 30

Hamar-KFS

Marri kominn á hnéin?
Hamar mætti KFS á Grýluvelli í gær í fyrsta heimaleik sumarsins við mjög góðar aðstæður. Örlítil vestan gola var í lofti og rétt dregið fyrir sólu en það kólnaði með kvöldinu.

Í byrjun leiks voru þreyfingar af beggja hálfu en greinilegt að bæði lið ætluðu sér sigurinn. Eftir um tíu mínútur fóru þó línur að skýrast og það voru Hamarsmenn sem voru búnir að ná undirtökum leiksins og voru meira með boltan enda með dyggan stuðning áhorfenda. Nokkur hálffæri litu dagsins ljós en ekkert rataði rétta leið. Kristmar átti svo fyrstu hættulegu tilraun leiksins þegar hann fékk boltan fyrir utan teig eftir um 15. mínútna leik. Hann skaut að marki fyrir utan en markmaður KFS varði skotið niðri við jörðu en litlu mátti muna. Það var svo á 20. mínútu eftir að Hamarsmenn voru búnir að vera að sækja og Þorsteinn Vigfússon var kominn framarlega á völlinn. Boltinn kom fyrir og Steini skallaði boltan fast og snyrtilega með vinstri eyrnasneplinum og setti boltan örugglega fram hjá markmanni KFS. Þetta mark gaf Hamarsmönnum meira sjálfstraust og fimm mínútum síðar var Marri aftur á ferðinni rétt fyrir utan teig, staðráðinn í að hefna sína á markmanninum sem hafði varið skot hans tíu mínútum áður. Siggi Gísli sendi boltan út í teigin, Marri lagði boltan fyrir sig með einni snertingu og þrumaði honum svo í fjær hornið niðri við jörðu, alveg útvið stöng og markmaður KFS átti ekki séns. Fyrsta mark Marra í íslandsmóti fyrir Hamar og það stórglæsilegt. En eftir markið sóttu KFS menn í sig veðrið og sóttu meira fram að hálfleik. Robert sagði brandara á 43. mínútu sem að dómarinn náði ekki og gaf honum því gult spjald fyrir.

Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri endaði, það var eins og sigurinn væri í höfn í Hornafirði hjá Hamri. KFS nýttu sér það og gegnu á lagið og voru mun meira með boltan. Þeir leituðu grant af glufum í vörninni og fundu hana á 52. mínútu þegar síðuhaldari var að hella uppá kaffi og sá þar af leiðandi ekki markið en af sögn viðstaddra var það mjög flott. Eftir að KFS hafði skorað greip eitthvað stress Hamarsmenn og fáir vildu halda boltanum, hvað þá fá hann. Hamarsmönnum gekk illa að halda boltanum og skapa sér færi en bæði lið áttu þó nokkur hálffæri en KFS menn voru nær því að jafna en Hamar að bæta við. Þeir voru til dæmis óheppnir að jafna ekki leikinn í einhverjum af þeim mörgu hornspyrnum sem þeir fengu en allt kom fyrir ekki.

Hamar fékk sitt annað gula spjald á 70. mínútu en það var ekki fyrir slæman brandara enda var það var Rabbi litli sem kann sko sitt hvað fyrir sér í þeim efnum. En eftir það var komið að Sigurðar Gísla "Þætti" Guðjónssonar. Kristmar fékk boltan í lappirnar frammi og Siggi kom brokkandi fram á við með hárið flaksandi í vindinum. Skyndilega datt Sigginn á blússandi skeið og Marri greip tækifærið og gaf honum 9.5 í einkun fyrir líkamsburð. Um leið og hann var búinn að því sendi hann boltan í gegn þar sem Siggi stakk vörnina af og kláraði færið eins og sannur sóknarmaður. Stuttu seinna var svipuð sókn á ferðinni nema nú stóð Helgi rétt fyrir innan rangstöðu. Marri sendi boltan inn fyrir en Helgi tók hins vegar hárrétta ákvörun og skokkaði til baka. Línuvörðurinn fór næstum því af stað með flaggið en hann mat það svo þannig að Helgi hefði ekki haft áhrif á leikinn og hætti því við að flagga. Þá kom Siggi, sem var aftur kominn á blússandi skeið, og stakk sér inn fyrir vörnina og kláraði færið vel, nú nýbúinn að bleyta í greiðslunni og því kominn í einkunnina 9.8 fyrir líkamsburð og 10 fyrir útlit. Eftir þetta var sigurinn aldrei í hættu og ferskir leggir komu inná. Þeir leikmenn sem komu inn stóðu sig með prýði og KFS menn náðu ekki að skapa sér nein markverð færi, lokatölur 4-1 Hamar í vil.


Kátt á hjalla
Byrjunarliðið
Robert, Milos, Árni Geir, Þorsteinn, Björn Aron, Árni Vigfússon, Rafn(F), Mladen, Kristmar(Þ), Helgi og Siggi Gísli

Varamenn
84. Brynjar Elefsen
84. Kristmar Geir

84. Haffi Björns
84. Helgi Guðna

84. Tryggvi Freyr
84. Siggi Gísli

87. Hannes
87. Rafn

88. Haukur
88. Mladen

Liðsstjórn
Hjörtur Sveinsson
Björn Ásgeir
Björn Björnsson
Egill Örn

Spjöld
43. Robert
70. Rafn

Mörk
20. Þorsteinn
25. Kristmar
73. Siggi G.
75. Siggi G.

Maður leiksins: Kristmar Geir



Siggi Gísli bætti met Ólafs Jósefssonar í þessum leik á móti KFS en Óli hafði skoraði 13 mörk í 36 leikjum á sínum tíma með Hamri. Sigurður Gísli hafði fyrir tímabilið skorað 12 mörk í 24 leikjum í Íslandsmóti en er nú kominn í 14 mörk í 26 leikjum í Íslandsmóti.

Guðmundur Baldursson er þriðji markahæstur frá upphafi með 10 mörk í 32 leikjum.

Þorsteinn Vigfússon var að skora sitt fyrsta mark fyrir Hamar

Rafn Haraldur Rafnson var frekar svekktur eftir leikinn enda er þetta í fyrsta skipti í sögu Hamars sem hann spila ekki allar mínútur í leik sem hann tekur þátt í. Hann sagðist Þó líta á þetta sem heiðursskiptingu.

Hamar hefur mætt KFS fjórum sinnum og tvisvar unnið og tvisvar tapað. Markatalan er 19/7 KFS í vil.

Það voru um það bil 150 áhorfendur á leiknum

Þið getið smellt á myndirnar til að sjá þær stærri

Þetta eru að sjálfsögðu bara staðreyndir um opinbera leiki Hamars eftir endurreisn. Með öðrum orðum eftir FC Bjórvömb...