Fyrir leik...
Attórg |
Gróttumenn gerðu jafntefli við sterkt lið GG í fyrstu umferð og sýndu svo hversu sterkt lið þeirra er í síðasta leik gegn Afríku sem þeir unnu með fimm mörkum gegn engu. Þeir voru fyrirfram taldir einna líklegastir til að fara í úrslitakeppnina enda með ungt og sprækt lið. Þeir gerðu ágæta hluti í deildarbikarnum í vor og komust í aðra umferð í Visa-bikarnum. Hamar hefur aldrei mætt Gróttu opinberlega en liðin hafa att kappi í æfingaleikjum og hefur Grótta ávallt haft betur.
Það er mæting klukkan 18:00 í íþróttahúsið fyrir þá sem fara frá Hveragerði en annars klukkan 19:00 á Seltjarnarnesi. Hópur Gróttu er svona.