sunnudagur, júní 11

Leikmenn: Árni G. Valgeirsson

Árni Geir
Árni Geir Valgeirsson er einn af nýju leikmönnum Hamars og telst til hinnar nýju skagfirsku slagsíðu Hamarsliðsins. Geiri gekk til liðsins nú í vor en hann á að baki fjölda leikja í fyrstu, annari og þriðju deild með Tindastól, Skallagrím og Leikni Fáskrúðsfirði. Eins og með aðra nýliða Hamars sem síðuhaldari veit lítið um var hann googlaður en sú vinna skilaði litlum upplýsingum öðrum en þeim að hann stundar/stundaði nám við Reykjavík University. Geiri hefur á þeim stutta tíma sem hann hefur spilað fyrir Hamar fest sig í sessi í hjarta varnarinnar og hefur þegar sannað að hann er mikil styrkur fyrir Hamarsliðið. Geiri á vonandi eftir að finna fyrir hinni óendanlegu veðurblíðu í Hveragerði á komandi sumri og eiga mörg blómleg ár frammundan með Hamri. Hver veit nema kappinn byggi sér svo bara hús á endanum við hliðin á Marra.

Nafn: Árni Geir Valgeirsson
Gælunafn: Geiri, Shearer
Fæðingardagur/ár: 30. maí 1980
Hæð og þyngd: 182 cm og 74 kg
Staða á vellinum: Allar fjærri hliðarlínu
Uppáhalds númer: Allt gott nema 13
Leikir og mörk: c.a. 100 leikir og einhver hrúga af mörkum
Fyrri félög: Tindastóll, Skallagrímur, Leiknir F. og B52
Besti samherjinn: Ég er búinn að spila nógu lengi með Marra til að vita að ég er betri en hann... annars er allt opið.
Fallegasti Samherjinn: Ætli það sé ekki Binni með strípur (síðan 1994), annars er Robert Mitrovic looker.
Eftirminnilegasti leikurinn: Súra bragðið eftir tap gegn KS í úrslitaleik 3. deildarinnar 1997 fer seint. Af góðum minningum þá var leikurinn gegn ÍR í 1. deildinni, sem hélt okkur uppi það ár mjög sætur (þar dugði jafntefli ekki). Sigurinn skilaði okkur í 6. sæti - sem er besti árangur UMFT í Íslandsmótinu.
Knattspyrnumottó: Time to make friends
Markmið: Koma stórklúbbi Hamars upp í 2. deild.
Annað: Af einhverjum ástæðum eru allir klúbbar á Íslandi sem ég hef spilað með komnir í 3. deild. Ég virðist vera eitthvert langtíma Jinx... því er gott að vita til þess að Hamar getur bara farið uppávið.

E-mail: arnigv@gmail.com
MSN: arnigv@hotmail.com
Sími: 866 4443