Fyrir leik...
Hver á þetta? |
KV liðið samanstendur af mörgum góðum einstaklingum og má þar til dæmis nefna Magnús Bernhard Gíslason sem skoraði níu mörk í fimm leikjum í deildarbikarnum og Steindór Odd Ellertsson sem skoraði 4 mörk í fjórum leikjum í deildarbikarnum í vor. KV hefur ekki enn náð sigri í deildinni í sumar en þeir töpuðu 3-1 gegn Víði á útivelli, gerðu jafntefli við Ægismenn í vesturbænum og töpuðu svo 2-0 í Eyjum gegn KFS. Vesturbæjardrengirnir mæta því væntanlega banhungraðir til leiks á Grýluvöll á föstudaginn með það eitt að markmiði að ná í sinn fyrsta sigur í deildinni.
KV-menn segja þetta fyrir leik: www.fckv.com
Flautað verður til leiks klukkan 20:00 á föstudaginn og eru Hvergerðingar og nærsveitungar hvattir til að fjölmenna á völlinn og styðja Hamarsmenn í að verja heimavöllinn. Með áhorfendur sem tólfta mann geta Hamarsmenn tryggt sér dýrmæt stig á Grýluvelli í sumar sem er grundvöllur góðs gengis. Það verður heitt kaffi á könnunni, ís frá Kjörís fyrir börnin og hressandi tónlist í hálfleik.
sjáumst á vellinum.