þriðjudagur, maí 23

Afríka-Hamar

Serbarnir taka
við af Sigga
Hamar mætti Afríku í Laugardalnum í gær og vann leikinn 0-2. Það var varnarmaðurinn Milos Milojevic sem skoraði fyrra mark Hamars eftir frákast eftir um það bil 10 mínútna leik í sínum fyrsta leik fyrir félagið og það sem meira er í fyrsta leik sínum á Íslandi. Seinna markið skoraði kollegi hans frá Serbíu, miðjumaðurinn Mladen Ilic, þegar um 15 mínútur voru eftir af leiknum einnig í sínum fyrsta leik fyrir Hamar.

Lokatölur í öðrum leikjunum í riðlinum voru 3-1 fyrir Víði gegn KV og í Þorlákshöfn vann Ægir lið KFS 3-1. Það eru nokkuð óvænt úrslit vegna þess að KFS vann Ægi 5-0 í bikarnum fyrir skömmu. Leik Árborgar og Ými, sem fór fram á Selfossi, lyktaði með 0-2 sigri Ýmis en Árborg vann einmitt það lið 1-0 fyrir skömmu og því einnig nokkuð óvænt úrslit þar á ferðinni.

Gulldrengurinn, súkkulaði Sigurður Gísli Guðjónsson var gripinn í viðtal eftir leikinn og spurður um framgang leiksins.

Síðuhaldari: Jæja Siggi, sigur í fyrsta leik, hvernig spilaðist þetta?
Siggi: Þessi leikur var afar erfiður, það var hávaða rok og erfitt að spila boltanum. Ég var í basli með hárið, vildi lúkka vel, en við létum hins vegar boltan ganga vel á miðjunni með stuttum sendingum.

Síðuhaldari: Serbía settan snemma leiks?
Siggi: Jú, markið sem við skoruðum kom eftir aukaspyrnu þar sem að Lati (Ilic) átti skot/sendingu sem markmaður þeirra náði ekki að halda og frændi hans Milos fylgdi eftir og skoraði með öruggri sendingu í markið.

Síðuhaldari: Átti Afríka ekkert í leiknum?
Siggi: Jú, en við fórum mjög varkárir af stað og gáfum ekki mikið séns á okkur. Þeir áttu þó engin færi fyrir utan eitt skot sem Robbi greip örugglega. Afríka er með mun betra lið núna en þegar við mættum þeim sumarið 2003 þegar við vorum síðast með þeim í riðli, þó að taktarnir séu alltaf til staðar;)

Síðuhaldari: Hvað kom fram í hálfleiksræðunni?
Siggi: Það var bara lagt upp með að ana ekki í neitt og halda sama striki. Ég var eitthvað að reyna að bleita upp í hárinu til að stífa það af en ég var með ónýtt vax þannig að það gekk ekki. Að öðru leiti ætluðum við bara að vera með boltan og spila okkar leik. Það gekk eftir og seinna markið kom þegar brotið var á Marra að mig minnir. Lati skoraði svo beint úr spyrnunni, einstaklega flott mark.

Síðuhaldari: Þess má geta að ég heyrði í því marki í beinni útsendingu til Búlgaríu. Var í símanum að tala við Hjört og spyrja um stöðu mála þegar hann öskraði í eyrað á mér og ég hoppaði hæð mína á fyrstu hæð á hótel Dionis. En nóg um það, kom Afríka eitthvað við leikinn í seinni?
Siggi: Seinni hálfleikur spilaðist svona 50/50 þó svo að við hefðum boltan aðeins meira. Miðað við aðstæður, hávaða rok og lélegt gervigras, þá voru þetta góð úrslit og við komumst vel frá þessu.

Síðuhaldari: Þú skoraðir ekki, eru Serbarnir búnir að gera þig óþarfan?
Siggi: Jah, sko... þegar maður er ungur hugsar maður meira um mörkin. Núna er ég orðin stór strákur og hugsa fyrst og fremst um liðið. Ég fór t.d. í ljós og setti vax í hárið fyrir leikinn til þess að liðið myndi líta vel út. Þannig færi ég liðinu smá klassa, ég var ekki valinn súkkulaði strákur Hamars síðasta tímabil mitt fyrir liðið fyrir ekki neitt.

Síðuhaldari: Jahá, það er misjaft hvar áherslurnar eru. En þú hefur væntanlega fengið spjald/spjöld í þessum leik eins og öðrum með einni af sóknarmanna tæklinunum þínum?
Siggi: Já ég fékk spjald... og það fyrir ekki ra****t!!! Það voru svo líka aðrir sem fengu spjöld, ég var ekki einn um það. Tryggvi átti t.d. líka eina sóknarmanna tæklingu og Þjálfarinn fékk gult spjald fyrir peysutog þannig að ég var ekkert eini sem fékk spjald þadna!

Síðuhaldari: Voru einhver fleiri færi sem hægt er að tala um?
Siggi: Já við sköpuðum okkur nokkur færi eða hálffæri. Ég átti eitt skot í hliðarnetið eftir sendingu frá Bjössa. Binni átti skot á beint á markmanninn eftir góða sendingu frá Ilic og svo átti Ilic sjálfur skot sem markmaðurinn varði vel.

Síðuhaldari: Ljósir punktar?
Siggi: Þeir eru eflaust að við héldum hreinu og að við vorum ekki að gefa mikið færi á okkur.

Síðurhaldari: Einhver maður leiksins?
Siggi: Öll vörnin spilaði mjög vel þannig að það er ekki úr vegi að velja þann aftasta, Milos, og jafnframt markaskorara liðsins mann leiksins. Hins vegar áttu fleiri menn góðan leik eins og Haffi Björns sem átti mjög góða innkomu og leysti vel hlutverkið á miðjunni.


Byrjunarliðið
Byrjunarliðið
(Mark) Robert
(Sópari) Milos
(miðv) Árni Geir og Þorsteinn
(Bakv) Björn Aron og Árni Vigfússon
(Mið) Rafn
(Sóknar mið) Mladen og Kristmar
(Sókn) Siggi Gísli og Binni

Varamenn
75. Haukur
75. Brynjar

80. Tryggvi
80. Siggi Gísli

85. Haffi Björns
85. Kristmar

Egill Örn
Hannes Bjarmar

Liðsstjórn
Hjörtur Sveinsson
Siggi Gústafs
Sigurjón Unnar

Spjöld
Siggi Gísli
Tryggvi
Kristmar

Mörk
ca. 10. Milos Milojevic
ca. 75. Mladen Ilic



Milos Milojevic skoraði í sínum fyrsta leik fyrir Hamar og það tók hann ekki nema 10 mínútur að skora á Íslandi...

Kollegi hans frá Serbíu Mladen Ilic var líka að spila sinn fyrsta leik og skoraði einnig...

Aðrir sem hafa skorað í sínum fyrsta leik fyrir Hamar eru Siggi Gísli, Bjössi Red, Brynjar Elefsen og Árni Geir...

Siggi Gísli er eini sem hefur skorað eftir styttri tíma í leik með Hamri en Milos (samkvæmt núverandi upplýsingum) Siggi skoraði eftir aðeins 8 mínútur í leik með Hamri á móti KFS árið 2003. Hann kom inn á á 74. mínútu og skoraði á þeirri 84.

Stærsti sigur Hamars frá upphafi var 7-1 gegn Afríku á Grýluvelli sumarið 2003...

Í þeim leik skoraði einmitt Sigurður Gísli fyrstu þrennuna sína og fyrstu þrennu Hamars....

Þetta eru að sjálfsögðu bara staðreyndir um opinbera leiki Hamars eftir endurreisn. Með öðrum orðum eftir FC Bjórvömb...