föstudagur, maí 26

Maður leiksins

Úr skíragulli
Nú styttist óðum í fyrsta heimaleik Hamars þetta tímabilið en liðið mætir KFS frá Vestmannaeyjum á mánudaginn. Eins og eftir alla heimaleiki Hamars í deildarkeppni frá árinu 2003 verður kosinn maður leikins eftir leikinn af leikmönnum og fylgdarliði. Kosið er lýræðislegri kosningu áður en að farið er í sturtu að leik loknum og er sigurvegarinn svo jafnan krýndur hreinn og fínn á Adamsklæðunum. Ef um jafntefli er að ræða fá báðir skilding þannig að ef að allir kjósa sjálfan sig þá fá allir eitt stig og allir vinna. Síðustu þrjú ár hefur skildingurinn verið eins og á myndinni en í ár verður hann veglegri en áður og því væntanlega enn eftirsóttari.

Aftan á skildinginn er ígrafið:

Maður leikins
Hamar - nafn mótherja
Árið 200?
Grýluvelli