fimmtudagur, júní 22

Hamar-Víðir

Steini sá rautt
Hamar tapaði 1-0 fyrir Víði í Garði á Garðsvelli nú í kvöld. Sem fyrr hefðum við getað verið búnir að klára leikinn en nýttum ekki okkar færi en við áttum til dæmis tvö sláarskot í fyrri hálfleik og bjargað var á línu eftir hornspyrnu. Mark Víðismanna kom þegar fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik eftir fyrirgjöf sem barst út fyrir teiginn þar sem einn þeirra fékk frítt skot og settan í stöngina og inn og tryggði þar Víði þrjú stig og toppsætið í riðlinum. Steina tvíbba var vikið af leikvelli eftir að hann fékk sitt annað gula spjald eftir smá öxl í öxl og því spiluðu Hamarsmenn tíu síðustu mínútur leiksins. Meira eftir auglýsingar...