Víðir-Hamar
|
Steini ekki sáttur
|
Hamar og Víðir deildu topp sætinu í A-riðli með níu stig hvor fyrir leik liðanna á Garðsvelli á fimmtudaginn. Leikurinn byrjaði fjörlega og ágætis fótbolti var í gangi hjá báðum liðum og bæði lið fengu færi. Á 11. mínútu fékk Mladen boltan rétt við miðju og átti í góðu þríhyrningsspili að vítateig þar sem hann hamraði boltan í þverslánna. Hamarsmenn gegnu á lagið eftir færið og komust meira inn í leikinn eftir því sem á leið en Víðismenn beittu hröðum sóknum og tóku góðar rispur en þeir þurftu ekki mikið pláss til að skapa sér hættuleg færi. Um miðbik fyrri hálfleiks fékk Marri frábæra sendingu inn fyrir vörnina og brunaði á 200 kílómetra hraða upp að markinu en í stað þess að skjóta reyndi hann sendingu inn í markteig þar sem Víðismenn náðu að hreinsa boltan svo vel að hann varð sem nýr á eftir. Bæði lið hefðu hæglega getað verið búin að skora en á 41. mínútu fengu Hamarsmenn hornspyrnu sem að Mladen tók. Hann spyrnti boltanum inn á markteig en boltin tók Beckham boga og stefndi í samskeytin fær þar sem Víðismaður bjargaði á línu. Boltinn barst út í tegin og aftur inn að marki þar sem Árni Geir fékk boltan óvænt við markteiginn en var ekki í jafnvægi og sendi boltan í þverslánna. Víðismenn náðu boltanum eftir það og sóttu hratt, eins og þeir gerðu gjarnan, og einn Víðsmanna átti skot sem Rocky varði. Annar Víðsmaður fékk
þá boltan fyrir opnu marki, að menn héldu, en einhvern veginn í ósköpunum náði Rocky að stökkva á lappir og blaka boltanum rétt yfir þvertslánna og framkvæma þar með eina af flottustu markvörslum sem síðuhaldari hefur séð.
Í seinni hálfleik mættu Víðismenn mjög ákveðnir til leiks og aðeins fimm mínútum eftir að hálfleikurinn hafði veriði flautaður á barst boltinn út á vinstri kant og fjórir Hamarsmenn mættu út á kant og því sendi kantarinn boltan rétt út fyrir teig þar sem Víðsmaður kom aðvífandi og hamraði boltan í stöngina og inn. Restin af leiknum fór í mikið moð og einkenndist sóknarleikur Hamarsmanna af háum sendingum í miklum mæli en þær enduðu allar á sköllóttum risa í Víðisvörninni og því fátt um hættuleg færi Hamars í seinni hálfleik. Rétt áður en flautað var til leiksloka var Steina tvíbba svo vikið af leikvelli eftir að hann fékk sitt annað gula spjald og því spiluðu Hamarsmenn einum færri síðustu mínútur leiksins. Lokatölur leiksins því 1-0 fyrir Víði sem tryggði sér toppsætið í riðlinum með sigrinum.
|
Byrjunarliðið
|
ByrjunarliðiðRobert, Milos, Árni Geir, Steini, Björn Aron, Árni Tvíbbi, Rafn(F), Mladen,
Marri(Þ), Helgi og Siggi Gísli
Skiptingar
60.
Bjössi Red
60.
Helgi
BekkurinnBjörn Ásgeir
Haffi Björns
Haukur
Tryggvi
LiðsstjórnHjörtur Sveinsson (L/F)
Binni
Spjöld12.
Siggi Gísli
74.
Steini Tvíbbi
87.
Milos
90.
Steini Tvíbbi