Fyrir leik...
Ægir næstir |
GG - Afríka á Grindarvíkurvelli
KV - Grótta á KR-velli
KFS - Víðir á Helgafellsvelli
Ægir - Hamar á Þorlákshafnarvelli
Hamarsmenn eiga fyrir höndum erfiða ferð niður í Þorlákshöfn og má búast við miklum nágrannaslag þar sem fyrr. Hópurinn verður töluvert breyttur frá fyrri leikjum þar sem mikið eru um meiðsli en báðir tvíbbarnir eru úti sem og Bjössi Red. Þá er Milos í leikbanni þannig að ljóst er að varnarlínan verður töluvert breytt. Leikir Hamars og Ægis eru jafnan harðir og óútreiknanlegir en liðin hafa mæst átta sinnum síðan þau sendu sameiginlegt lið í mót. Af þeim hefur Ægir unnið fjóra, Hamar þrjá og eitt jafntefli en markatalan er 19-14 Hamar í vil. Ægismenn hafa einungis tapað tveimur leikjum í sumar og aðeins einum leik á heimavelli og því ekki gefins að sækja þá heim.
Það er mæting klukkan 18:30 í íþróttahúsið í Hveragerði til að sameina í bíla en klukkan 18:50 í Þorlákshöfn fyrir þá sem fara beint.