Ægir-Hamar
![]() |
Myndarlegur bekkur |
Hamar mætti Ægi í níundu opinberu viðureign liðanna í Þorlákshöfn á föstudaginn. Ægismenn tóku vel á móti Hvergerðingum með fínu veðri en sólin skein og örlítil gola lék um hrokkna sem og slétta lokka leikmanna en vindinn hægði þó með kvöldinu.
Það var ljóst um leið og dómarinn flautaði leikinn á að stemmningin var allt önnur í Hamarsliðinu en í síðasta leik og ljóst að menn ætluðu sér ekkert annað en sigur. Fljótlega náðum við undirtökum leiksins og boltanum var haldið innan liðsins. Boltinn rúllaði vel í öftustu línu og Hamarsmenn teygðu á Ægisliðinu og leituðu þolinmóðir af glufum í þéttum varnarmúr Ægismanna. Eftir þó nokkra spretti Hamars með góðu þrýhyrningaspili kom frábær sókn sem endaði með skoti Mladens framhjá Hlyni í marki Ægismanna. Leikurinn var þó enn opinn, þó Hamar væri töluvert líklegri til, en staðan var eitt núll í hálfleik.
Í seinni hálfleik hélt Hamar áfram að ráða leiknum en mörkin stóðu á sér þrátt fyrir mörg færi. Sigga Gísla tókst þó loks að koma boltanum í netið á 51. mínútu en hann fékk ófá færin í leiknum. Tveimur mínútum síðar fengum við aukaspyrnu á okkar vallarhelmingi rétt við miðjulínuna. Mladen Ilic sem hafði verið latur við að skjóta á markið í undanförnum leikjum lét vaða á markið og það var ekki að spyrja að því, skotið var fast og alveg upp við slánna og Hlynur í markinu náði ekki að halda boltanum. Glæsilegt mark eða “dlæsile” eins og sumir myndu segja. Árni Geir var næstur í röðinni og eftir horspyrnu fékk hann boltan í teignum tók, 180 gráðu viðsnúning og hamraði boltan í netið með vinstri og skaut sóknarmönnum liðsins ref fyrir rass með einkar glæsilegu marki. Eftir þetta varð leikurinn losaralegri af beggja hálfu enda úrslitin ráðin. Öllum varamönnum Hamars var skipt inn á sem allir stóðu fyrir sínu en það var einna helst til tíðinda eftir að þeir komu inn á að litlu munaði að Sindri, a.k.a. Dúndri, skoraði á bróðir sinn sem stóð í marki Ægismanna. Síðasta mark Hamars í leiknum skoraði svo fyrirliðinn Rafa Benitez með einkar glæsilegum hætti en hann plataði Hlyn uppúr skónum með því að skalla í varnarmann Ægis og sendi hann þannig í vitlaust horn. Síðustu mínúturnar var lítið að gerast og boltinn gekk milli liðanna. Á 89. mínútu blés Heimrovich óvart á einn Ægismanna inn í teignum og dæmd var frekar ódýr vítaspyrna. Ægismenn skoruðu úr henni og nýttu þar með besta sóknarfæri sitt í leiknum en þeir áttu fá hættuleg færi .

![]() |
Byrjunarliðið |

Robert.
Árni tvíbbi, Árni Geir, Björn Ásgeir, Björn Aron
Rafn(F), Helgi, Marri(Þ) Mladen.
Siggi Gísli, Bjössi Red

60.


60.


65.


65.


75.


75.


78.


78.


85.


85.



Valgeir Ásgeirsson (L/F)

80.


