Rocky maður ársins!
Leikmaður ársins! |
Aldrei áður hafa jafnmörg verðulaun og viðurkenningar verið veittar hjá félaginu og því best að byrja upptalninguna.
Stuðningsverðlaun: Kiddi Rót,Valdimar Kjörís, Sveinbjörn Sveinbjörnsson SS verktökum, Gísli Páll Dvalarheimilinu Ás, Ægir á Hótel Örk og Jói Ísleifs fengu allir liðstreyju Hamars merkta "Stuðningsmaður nr. 1" fyrir góðan stuðning á árinu en án þeirra væri starf okkar ómögulegt. Kiddi Rót var þó eini sem sá sér fært að mæta og þakkaði hann fyrir sig með tölu um gott starf félagsins og bjarta framtíð.
Heiðursverðlaun: Jón Guðmundsson var fyrstur manna gerður að heiðursfélaga Hamars og fékk heiðursskjöld að því tilefni. Jón er einn af frumkvöðlum Hamars og þykir hafa unnið mikilvægt starf í gegnum tíðina fyrir félagið.
Hvatningarverðlaun: Guðmundur Valgeir Ásgeirsson fékk hvatningarverðlaun ársins sem voru nú veitt í annað skipti en Hjörtur Sveinsson hlaut þau í fyrra. Valli fékk verðlaunin fyrir ómetanlegt og óeigingjarnt starf fyrir félagið á tímabilinu. Hann kom aftur inn í stjórn meistaraflokksins í vor og hafði með sér ferska vinda í starfsemi félagsins og hlaut hann að launum 20.000 króna inneign hjá Iceland Express.
Heimir nálgast 50 leiki |
Viðurkenningu fyrir 50 leiki hlaut: Björn Ásgeir Björgvinsson
Viðurkenningu fyrir 75 leiki hlaut: Rafn H. Rafnsson sem er nú leikjahæsti maður Hamars frá upphafi með 76 leiki.
Viðurkenningu fyrir 25 mörk hlaut: Sigurður Gísli Guðjónsson sem er nú langmarkahæsti leikmaður Hamars frá upphafi með 27 mörk en næstur honum er Óli Jó með 13 mörk.
Varnarmaður ársins: Robert "Rocky" Mitrovic
Miðjumaður ársins: Rafn H. Rafnsson
Sóknarmaður ársins: Sigurður Gísli Guðjónsson
Tilþrif ársins! |
Efnilegastur: Helgi Guðnason
Tilþrif ársins: átti Mladen Ilic gegn Ægi á útivelli þegar hann skoraði á eigin vallarhelmingi úr aukaspyrnu.
Markahæstur: Sigurður Gísli Guðjónsson með 8 deildarmörk og 14 í öllum opinberum leikjum.
Leikmaður ársins: Robert "Rocky" Mitrovic
Stjórn Hamars vill þakka öllum sem lögðu sitt af mörkum í starf félagsins á einn eða annan hátt, sem leikmenn eða stuðningsmenn, kærlega fyrir frábært tímabil með von um áframhaldandi samstarf og velgengi.