Uppskeruhátíð nálgast!
Verður uppskeran góð? |
Dagskrá kvöldsins verður að sjálfsögðu gríðarlega skemmtileg og nú þegar hafa fjölmargir leikmenn og velunnarar pantað sér tíma í pontu. Meðal efnis er hin árlega skemmtiræða formannsins, viskuræða þjálfarans, tölfræði-slideshow Bulgaria, brandarahorn fyrirliðans, skemmtiliður skemmtilegu gauranna og "spank the serbs" horn Bjössa Red. Ekki verður meira gefið upp af skipulagðri dagskrá kvöldsins en eftir að henni lýkur mun stuðhljómsveitin Hitakútur stíga á svið og halda uppi fjöri fram eftir kvöldi.
Fyrir þá sem vilja þenja barka, bregða á leik eða halda litla tölu verður sviðið opið í óákveðinn tíma eftir skipulagða dagskrá og því um að gera fyrir alla að grafa upp partíbókina og taka þátt í kvöldinu. Þið ykkar sem eruð að hugsa um hvað þið getið gert getið haft í huga að á svæðinu verður eftirfarandi: skjávarpi og talva, Þrír gítarar, kongótromma, kassabassi, þrír míkrafónar, stuðhljómsveit sem spilar undir hvað sem er og fleira. Þannig að nú er bara að láta hugan reika.