föstudagur, október 13

Æfingar hefjast

Búið er að panta búninga
fyrir næsta tímabil
Á sunnudaginn verður fyrsta opinbera æfingin á tímabilinu en hamarsmenn hafa nú verið í ströngum æfingnum innandyra síðan síðasta tímabili lauk. Þær æfingar munu halda áfram en við bætast hópæfingar sem koma til með að styrkja liðsandan og auka liðsheildina.

Á æfingunni verður lögð fram tillaga að skipulagi æfinga fram að jólum og verður haldin opin umræða um þau mál í kjölfarið. Það verður þó ekki hægt að breyta þeirri ákvörðun að æfingar eru hafnar en ákveðið var að byrja æfingar strax núna í október í ljósi yfirburðar kosningar októbermánaðar í skoðanakönnun sem farið hefur fram hér á síðunni undanfarnar vikur.

Fyrsta æfingin verður klukkan 20:00 á sunnudaginn á Fylkisvelli en mæting er í Íþróttakvikindið í Hveragerði klukkan 19:00 þar sem þjappað verður í bíla.