Skúbb-hornið
KFR til keppni? |
(Það sem kemur fram hér er birt án ábyrgðar og án nokkurrar staðfestu um nokkurn skapaðan hlut)
Samkvæmt orðrómi af Njáluslóðum hyggjast þarlendir menn vekja upp Knattspyrnufélag Rangæinga (KFR) og senda lið til deildarkeppni KSÍ næsta sumar. Liðið hefur ekki spilað í íslandsmóti síðan 1999 þegar hetjur eins og Magnús Orri (Mosi) Sæmundsson, Garðar Guðmundsson og Hreimur Örn Heimisson voru burðarásar liðsins....
Nú þykir mikið um efni þar fyrir austan og mikill hugur í mönnum að færa utandeildarlið þeirra til alvöru keppni. Þá hafa menn nú þegar sést við æfingar í skjóli nætur þar á bæ og ætla greinilega að vera spútningslið suðurlands í sumar....
Það mun líklega verða dómarinn knái Viktor Steingrímsson sem mun þjálfa liðið....
Þá hefur annað lið verið að gera hosur sínar grænar fyrir íslandsmóti íslenskra karlmanna en það mun vera Ungmennafélag Álftanes. Þar á bæ er líklegast að Brynjar Þór Gestsson, sem tók við liði ÍR í sumar og bjargaði þeim frá falli í 3. deild, verði ráðinn sem þjálfari....
Einnig hefur heyrst að einn af markahæstu mönnum 3. deildarinnar síðustu ár, Ýmismaðurinn Kjartan Atli Kjartansson, verði eitt af trompunum þeirra....
Knattspyrnufélag Árborgar leita nú að eftirmanni fráfarandi formanns síns sem hefur verið aðaldriffjöður félagsins frá stofnun. Þeir þurfa þó væntanlega ekki að leita langt þar sem margir aðilar hafa verið aktívir í starfi félgsins.
Heyrst hefur þó að Már I. Másson, núverandi varaformaður klúbbsins, hafi sér augastað á formannsstólnum....
Ekkert hefur frést úr Þorlákshöfn síðan tímabili lauk annað en að allir sem voru að spila með Ægi í sumar langar nú að spila með liði framtíðarinnar, Hamri!...