mánudagur, nóvember 27

Jólahlaðborð Hótel Arkar og Hamars

Gísli fer með skrítlur

Föstudaginn 1. desember næstkomandi mun Hótel Örk halda fjáröflunar jólahlaðborð til styrktar meistaraflokki knattspyrnudeildar Hamars.

Veislustjóri kvöldsins verður hin óviðjafnalegi sjónvarpsskemmtikraftur Gísli Einarsson sem skemmt hefur landanum með þáttum sínum "Út og suður" til fjölda ára í Ríkissjónvarpinu.

Stórsveitin "Feðgarnir" mun svo halda uppi fjörinu fyrir skemmtanaþyrsta gesti fram á rauða nótt.

Matseðill kvöldsins

Forréttir:

Rækjusúpa með karrí og kókos, Úrval síldarrétta að hætti Hótels Arkar, Marineraðir sjávarréttir í sítrussoði, Sjávarréttapaté, Grafinn lax, Reyktur lax, Hrefnu carpaccio, Gæsapaté, Reyktur lundi, Grafið lamb, Andalifrarmús.

Kaldir aðalréttir:

Hangikjöt, Hamborgarhryggur, Fyllt kalkúnabringa.

Eftirréttir:

Súkkulaðikaka, Marineraðir ávextir, Jóla marens, Ris a la mande, Sherry triffle, Ostakaka, Heimalagaður ís.
Úrval af brauði, heitum og köldum sósum, kartöflum og viðeigandi meðlæti með hverjum rétti.

----------

Fyrirtæki, hópar og einstaklingar!
Gerum okkur glaðan dag saman og styrkjum um leið öflugt uppbyggingarstarf meistaraflokks knattspyrnudeildar Hamars.

Forsala miða er í Söluturninum Tíunni, Breiðumörk 19
Miðaverð einungis kr. 5.590.-

Með fótboltakveðju,
___________________________
Hjörtur Sveinsson
formaður meistaraflokks
knattspyrnudeildar Hamars