fimmtudagur, maí 10

Leikmannamál

Milos í slorið

Þó nokkrir leikmenn hafa komið og farið hjá Hamri undanfarna vormánuði og nú nýverið skiptu þrír yfir til erkifjenda okkar í Þorlákshöfn. Farið verður nánar yfir þá leikmenn sem hafa gengið til liðs við liðið að undanförnu en þeir leikmenn sem hafa skipt úr Hamri eru:

Björn Aron Magnússon í Selfoss: Bjössi gekk á ný í raðir Selfoss en hann spilaði 12 leiki með Hamri síðasta sumar.

Jón Einar Pétursson í Árborg: Jón skipti aftur yfir til sinna gömlu félaga í Árborg en hann spilaði 6 leiki með Hamri framan af sumri árið 2005.

Milos Milojevic í Ægi: Milos spilaði 13 leiki með Hamri síðasta sumar og skoraði í þeim 3 mörk. Hann kom af sjálfsdáðum aftur hingað til lands í vor og spilaði alla leiki Hamars í riðlakeppni Lengjubikarsins.

Dalibor Lazic í Ægi: Dalibor gekk í raðir Hamars fyrir Lengjubikarinn nú í vor og skoraði 3 mörk í fjórum leikjum sínum þar.

Mladen Ilic í Ægi: Mladen spilaði 14 leiki með Hamri síðasta sumar og skoraði í þeim 4 mörk. Hann kom til landsins af sjálfsdáðum nú á dögunum í leit að félagi og fann Ægi.

Stefán Óskar Orlandi í Höfrung: Stefán spilaði 7 leiki fyrir Hamar árið 2005.

Við Hamarsmenn þökkum þesum kumpánum að sjálfsögðu fyrir framlag sitt til Hamars og óskum þeim velfarnaðar hjá nýju félögunum.