miðvikudagur, maí 2

Æfingabúðir á Hellu 4.-6. maí

Meira en bara gisting...
Nú hefur verið lögð fram æfingaáætlun fyrir maímánuð og má finna hana undir "Æfingar" hér að ofan. Á föstudaginn verður svo farið í æfingaferð á Hellu þar sem æft verður í fyrsta sinn á grasi þetta árið og slakað á þess á milli við nið Rangár. Við munum dvelja á Hellu þangað til að úrslitaleikurinn verður háður á sunnudaginn og hafa 20 leikmenn staðfest komu sína í ferðina. Búið er að ganga frá gistingu fyrir alla í bústöðum Árhúsa á Hellu en þar munu fjórir vera saman í hverju húsi. Búið er að negla niður dagskrá ferðarinnar og er hún svona:......

Æfingabúðir á Hellu 4.-6. maí

- Dagskrá -

Föstudagur
19:30 - Mæting á Hellu, farangri komið fyrir í bústöðum Árhúsa við Rangá
20:00 - Æfing á Helluvelli
22:00 - Kvöldhressing

Laugardagur
09:00 - Vakna!!!
09:30 - Morgunmatur
11:00 - Æfing á Helluvelli
13:00 - Hádegismatur
14:00 - Frjáls tími; Afslöppun, lærdómur, golf, ganga, enski boltinn, sund...
18:00 - Æfing á Helluvelli
20:00 - Kvöldmatur og skemmtiatriði í boði Bjössa, Krulla og Rabba

Sunnudagur
09:00 - Vakna!!!
09:30 - Morgunmatur
10:30 - Fundur; farið yfir helgina og næsta leik. Göngutúr.
12:30 - Léttur hádegismatur
13:00 - Lagt af stað til Hafnafjarðar þar sem úrslitaleikurinn gegn Hvöt fer fram
16:00 - Flautað til Úrslitaleiks í Lengjubikarnum gegn Hvöt á Ásvöllum í Hafnafirði.

ATH: Munið að taka með æfingafatnað og annað sem þið þurfið á meðan við verðum á Hellu en rúmföt verða á staðnum. Öll neysla áfengis er bönnuð í ferðinni og það ber að virða!

Farið verður á einkabílum á staðinn og því er upplagt að sameina í bíla og nýta þanning ferðirnar austur vel.

Heimasíða Árhúsa