Tap í úrslitum
|
Harður úrslitaleikur að baki
|
Hamar tapaði í úrslitaleik C-deildar Lengjubikarsins í dag gegn Hvöt frá Blönduósi. Leikurinn fór fram á Ásvöllum í Hafnafirði og voru lokatölur 0-1 Hvöt í vil. Leikurinn var gríðarlega jafn allan tíman en Hvöt gerði nóg til að tryggja sér sigur eftir mark úr föstu leikatriði um miðjan seinni hálfleik. Að sögn áhorfanda voru Hamarsmenn líklegri meira og minna í fyrri hálfleik og lengst framan af þeim seinni en báðum liðum gekk illa að skapa sér færi enda greinilegt að bæði lið voru vel undirbúin fyrir leikinn. Hamarsmenn geta unað sáttir við árangurinn í ár þar sem að liðið vann sinn fyrsta riðil og spilaði sinn fyrsta úrslitaleik í móti á vegum KSÍ.
Meira síðar...