F.C. Bjórvömb snýr aftur!
Bjórvömb back in buisness |
Bjórvömb verður skipað öllum þeim sem hafa áhuga á að iðka knattspyrnu í góðum félagsskap en þeir leikmenn Hamars sem spila minna en aðrir hafa þar einnig tækifæri til að spila meira. Í stjórn Bjórvambar sitja Ólafur Gíslason, Þráinn Ómar Jónsson og Guðmundur Jónsson en allir voru þeir burðarásar í liði Bjórvambar á sínum tíma og allir eiga þeir fjölda leikja að baki með Hamri. Þeir munu halda utan um rekstur félagsins og sjá um allt sem að því snýr svo sem búningakaup, æfingar og vali á liðinu hverju sinni en stjórn meistaraflokks Hamars mun leggja til æfingasvæði, dómara og ýmsa aðstoð eftir þörfum.
Fyrsta æfing Bjórvambar var nú í kvöld og fyrirhugað er að taka einn eða tvo æfingaleiki áður en deildin hefst. Frekari upplýsingar um framhaldið munu svo birtast á nýjum þræði Bjórvambar sem hefur verið opnaður á Spjallsíðu Hamars en nú þegar er farið að huga að búningakaupum og þurfa þeir sem ætla sér að vera með að láta vita á spjallinu eða með því að hringja í Óla í síma: 821 7488.
Endurvakning Bjórvambar er fagnaðarefni og er gaman að sjá hve mikill knattspyrnuáhugi er fyrir hendi í Hveragerði um þessar mundir. Við óskum okkur Bjórvömburum til hamingju með þetta og vonum bara að bæði Bjórvömb A (a.k.a. Hamar) og Bjórvömb B eigi gott sumar í vændum.
Ohhhhhhhh Tule, Tuborg, Carlsberg!!!