Leikmenn: Brynjar E. Óskarsson
|
Brynjar Elefsen |
Þá er komið að því að kynna til sögunnar fyrsta nýja leikmann Hamars þetta tímabilið, maður er nefndur: Brynjar Elefsen Óskarsson. Brynjar er síðuhaldara alls ókunnur fyrir utan skýrslu og internetþekkingu og því lá beinast við að googla bara kvikindið. Við það kom í ljós að drengurinn var í fyrsta sæti í Tópas-golfmótröðinni í Bakkakoti þann 24. ágúst síðasta sumar þannig að eitthvað kann skagfirðingurinn að sveifla priki. Nú þá kom einnig í ljós að Brynjar var á skrá utandeildarliðsins Metró í fyrra sumar og er að sjá í fljótu bragði að hann hafi allavega skorað einu sinni fyrir þá. Brynjar skipti þó yfir í Hamar frá Tindastól ásamt fleirum í vor og spilaði fjóra leiki í deildarbikarnum og byrjaði þar feril sinn glæsilega. Í fyrsta leik sínum skoraði hann tvö mörk og skráði sig þar með í heimsmetabók Hamars með því að verða fyrsti leikmaðurinn til þess að skora tvö mörk í fyrsta leik fyrir félagið. Önnur tölfræði hjá drengnum er ekki leiðinleg en hann er með 4 mörk í 4 deildarbikarleikjum sem gerir hann annan markahæstan fyrir Hamar í þeirri keppni en í heildina 4 mörk í 5 leikjum fyrir Hamar og samkvæmt þessari byrjun verður Binni mikilvægur Hamarsliðinu á komandi sumri og mun líklega halda áfram að skrá sig í metabækur Hamars. Meira verður ekki sagt um þennan dreng að svo stöddu nema að hann og Árni Geir, annar skagfirskur hnokki sem kynntur verður bráðlega, héldu fyrstu skagfirsku þjöppu Hamars um helgina og er vonandi að hún hafi skilað tilætluðum árangri og hafi góð áhrif á hópinn fyrir framhaldið.
Nafn: Brynjar Elefsen Óskarsson
Gælunafn: Buster, Sandmaðurinn, Full house (í körfunni, spila allar stöður)
Fæðingardagur/ár: 18. október 1979
Hæð og þyngd: 184/86 svipað og blóðþrýstingurinn
Staða á vellinum: Norð-vestan garri
Uppáhalds númer: 5 og 11
Leikir og mörk með Hamri: 5 leikir og 4 mörk
Fyrri félög: KS (til 6 ára aldurs), Tindastóll, svo eitt Neista mót í 5. flokk með Glóðafeiki.
Besti samherjinn: Marri, þegar hann er kominn í hvítu skóna.
Fallegasti samherjinn: Ef það má ekki velja sjálfan sig þá verð ég að segja að rauða eldingin, Bjössi sé nokkuð metró-sætur en Steini tvíbbi lítur alltaf svakalega vel út!!!
Eftirminnilegasti leikurinn: 3-2 sigur á móti KFS í fyrrs, eða svo segja allir hinir. En svo hlýjar mér það alltaf um hjartaræturnar að hugsa til þess þegar ég varði vítið á móti Dalvík í 5. flokk og við unnum 1-0. Synd að mar lagði hanskana á hilluna, næsti Campos sagði mamma.
Knattspyrnumottó: Hætta að spila þunnur, þótti töff í gamla daga.
Markmið: Miða á markið.
Annað: Ef 11 manns standa í hring og helmingurinn öskrar "Hamar" og restin "Berjast" þá hljómar það eins og "Hamast".... ég er ekki viss um að fólk geri sér grein fyrir því!!!
E-mail: brynjare@ru.is
MSN: binnisega@hotmail.com
Sími: 822-9905