Andstæðingurinn
|
Upptökur hafnar á mynd 2. Muna eftir að greiða sér! |
A-riðill 3. deildar verður flautaður í gang á Seltjarnarnesi annað kvöld þegar Grótta fær GG frá Grindavík í heimsókn. Á þriðjudaginn verða svo hinir leikirnir þrír í fyrstu umferð leiknir og mun Hamar mæta Afríku á gervigrasinu í Laugardal. Liðin hafa tvisvar áður mæst og vann Hamar báðar þær viðureignir, fyrri leikinn 0-1 á Þróttarvelli og seinni 7-1 á Grýluvelli. Lið Afríku hefur þó breyst mikið frá því að þessar viðureignir áttu sér stað sumarið 2003 og hafa verið að gera góða hluti í vor. Þeir unnu til dæmis Hvíta Riddaran 2-0 (reyndar töpuðu þeir honum svo á kæru), Ægir 4-1 og gerðu 2-2 jafntefli við Árborg. Það verður því engin lautarferð að sækja þrjú stig í Laugardalinn gegn þessu spræka sóknarliði og ljóst að gefa verður allt í leikinn. Þeir 16 leikmenn sem verða í leikmannahópi Hamars verða tilkynntir á síðustu æfingu fyrir leik, nánar tiltekið á mánudaginn, og svo settur inn á spjallsíðuna af fyrirliða liðsinns við fyrsta tækifæri.