mánudagur, maí 1

Snörtur - Hamar

Rafn er furðulegur fýr!
Hamar og Snörtur frá Kópaskeri mættust í hádeginu á Ásvöllum í dag. Rafn Haraldur var af því tilefni tekin á spjall.

Fréttasnápur (eftir smá fund): Ok, Rabbi ertu með reglurnar á hreinu?
Rafn (fýldur): Já, ætli það ekki, en hvað er málið? Af hverju vill enginn finna þetta, þetta er ekkert smáræði?

Fréttasnápur: Rafn hættu nú við vorum búnir að ræða þetta! Snúum okkur að leiknum, hvernig þróaðist fyrri hálfleikur?
Rafn (ennþá fýldur): Við stjórnuðum honum að mestu leiti, Binni kom okkur yfir með ágætu marki eftir kannski svona 20 mínútna leik. Stuttu síðar fengu Snartarmenn vítaspyrnu sem margir hverjir voru nokkuð ósáttir með en Þeir skoruðu úr henni og jöfnuðu leikinn í 1-1. Stuttu eftir það fengu þeir aukaspyrnu rétt fyrir utan teig, þeir tóku hana og boltinn fór í slánna, sóknarmenn þeirra voru þó sneggri til og skölluðu í markið eftir að Simmi hafði reynt að stoppa þá. Rétt fyrir hálfleik jafnaði Binni svo með skoti sem fór upp í hornið og staðan því 2-2 í hálfleik og Binni með bæði mörk okkar.

Fréttasnápur: Þannig að það hefur verið þokkalega jafn á með liðunum?
Rafn (ekkert að lagast): Við áttum að vera búnir að klára þetta í fyrri hálfleik en allt kom fyrir ekki og í hálfleik kom vindur á mót okkur. Við vorum þó staðráðnir í að baka þetta lið og ég held að margir hafi verið búnir að því bara á staðnum. Marri gerði eina breytingu í hálfleik þar sem Árni fór út af fyrir Hannes.

Fréttasnápur: Ertu ekki að lagast í skapinu?
Rafn: Byrjun seinni hálfleiks þróaðist vel, við höfðum undirtökin og Siggi Gísli skoraði gott mark eftir langa sendingu frá Birni Aroni upp allan vinstri kantinn. Eftir það vorum við mun meira með boltann, létum hann rúlla í öftustu línu og á miðjunni og reyndum aðeins að brjóta vörnina þeirra á bak aftur. Þegar ca. hálftími var eftir af leiknum þá komu tvö mörk með stuttu millibil frá þeim eftir varnarmistök hjá okkur. Þegar um 10 mínútur voru eftir var sóknarþungi okkar svo mikill að við áttum aðeins einn mann eftir í vörninni hjá okkur og þegar þeir hreinsuðu fram eftir eina af okkar sóknum þá var hobbiti í hinu liðinu sem náði að smygla sér fram hjá aftasta varnarmanni og lauma honum í netið. Staðan 5-3. Við reyndum að sækja eins og við gátum eftir það og Sigurður Gísli sett´ann snyrtilega í netið eftir sendingu frá Þóri. Staðan 5-4 og það urðu lokatölur leiksins.

Fréttasnápur: Hvað er þetta Rabbi láttu ekki svona?
Rafn: Það var ekki mikið af spjöldum í þessum leik. Dómarinn hafði þetta allt ,,under control":) og hikaði ekki við að rökræða við menn ef þeir dirfðust að setja út á góða dóma hans. Siggi Gísli fékk eitt gult í restina þegar hann gerði atlögu að boltanum úti á kannti. Það var nú varla snerting, kannski eitthvað rétt meira en bara öxl í öxl.

Fréttasnápur: Ef ég man rétt var Bjössi rauði einmitt einu sinni kallaður hobbiti af andstæðingum okkar í Visa-Bikarnum 2004?
Rafn: Já, en hann er eymingi og var ekki með í dag.

Fréttasnápur: Ok, ég skal finna þetta hjá þér, komdu hérna.
Rafn (glaður í bragði): Þetta er rosalegt, er það ekki?

Fréttasnápur: Jú, jú Rabbi minn, en hvað var að klikka hjá okkur í dag?
Rafn: Númer eitt tvö og þrjú færanýtingin. Við erum að skapa okkur fullt af færum sem er gott, en við verðum greinilega að fara að æfa skotin. Einnig var ekki gaman að sjá vörnina og miðjuna missa boltan sem leiddi til færa og marka hjá þeim. Við þurfum að halda einbeitingu í 90 mínútur, ekki bara 70 eins og við gerðum í dag.

Fréttasnápur: Þannig að það er margt sem þarf að vinna að?
Rafn: Já, við þurfum að læra að byggja upp markvissar sóknir, allir þurfa að vita sitt hlutverk í liðinu sem og hlutverk samherjanna. Við höfum 10 daga fram að fyrsta mótsleik sumarsins og um 3 vikur að fyrsta leik mótsins. Þennan tíma þarf hver og einn að nota til að byggja upp leikform sem endist í rúmlega 90 mínútur á fullum krafti. Einnig væri gaman að sjá fullan varamannabekk svona af og til.

Fréttasnápur: Það er þó margt gott í gangi er það ekki?
Rafn: Jú, við stjórnuðum leiknum (eins og svo mörgum öðrum leikjum) og vorum að láta boltann rúlla vel aftast. Við sköpum okkur færi og að mínu mati höfum við hingað til verið með betri menn í flestum stöðum á vellinum heldur en andstæðingarnir einnig skoruðum við 4 mörk sem lofar góðu frammávið.

Fréttasnápur: Hverjir voru menn leiksins að þínu mati?
Rafn: Björn Aron, Siggi Gísli og Binni koma sterklega til greina.

Þá fer hin furðulegi fýr Rafn Haraldur að skrúbba á sér... jahh, þessa áhugaverðu líkamsparta og við rennum yfir staðreyndir.
Byrjunarliðið: Var skipað Simma í markinu, Árna Geir og Þorsteini í miðvörðum, Birni Aroni og Árna Vigússyni í bakvörðum. Á miðjunni voru Rafn og Kristmar djúpir og Helgi fyrir framan þá. Binni og Haukur voru á köntunum og Siggi Gísli á toppnum.
Varamenn: Hannes, Siggi Gústafs, Tryggvi og Þórir.
Skiptingar: 45. mínúta: Hannes inn fyrir Árna
55. mínúta: Tryggvi inn fyrir Hauk
80. mínúta: Siggi Gú inn fyrir Helga
80. mínúta: Þórir inn fyrir Binna

Mörk: Binni með tvö og Siggi Gísli tvö.

Baráttukveðjur
Björn Ásgeir