miðvikudagur, maí 3

Fundur!

Formaðurinn flaggar til fundar

Stjórn meistaraflokks Hamars boðar hér með liðsmenn Hamars til fundar fimmtudaginn 4. maí klukkan 19:00. Þessi fundur er árlegur viðburður hjá meistaraflokknum og á honum er farið yfir helstu mál komandi sumars. Einnig geta á honum leikmenn og stjórnarmenn borið upp málefni sem brenna í hjörtum þeirra. Á fastri dagskrá verður umræða og stefnumótun fyrir komandi sumar, skósamningur meistaraflokksins verður kynntur sem og áskriftartilboð í hina veglegu bók "Íslensk knattspyrna" eftir Víði Sigurðsson.

Fundardagskrá:
19:00 - Mæting í íþróttahúsið
19:02 - Bjössi Rauði segir skrítlu
19:03 - Rabbi segir þrjár skrítlur
19:05 - Umræður og tillögur liðsmanna
19:15 - Markmið sumarsins og stefnumótun
19:45 - Skósamningur kynntur til sögunnar
19:55 - Áskrift að "Íslenskri knattspyrnu" kynnt til sögunnar
20:00 - Rabbi krýnir sjálfan sig brandarakóng Hamars
20:10 - Fundarslit

Stjórn Hamars áskilur sér þann rétt að skylda menn til að mæta. Þeir sem eru að vinna verða að fá einhvern til að leysa sig af og þeir sem eru að læra fyrir próf verða að taka smá pásu frá því, þó að það þýði að þeir þurfi að sleppa úr máltíð.

Fundurinn verður haldin í íþróttahúsinu
í Hveragerði fimmtudaginn 4. maí kl: 19:00.


ÞAÐ ER ALGJÖR SKYLDUMÆTINGT!!!

Kveðja Stjórnin