þriðjudagur, maí 9

Hamar - Árborg

Bjössi skorar ekki bara
á fótboltavellinum
Björn Björnsson var fréttaritari Hamars á leik Hamars og Árborgar sem fór fram á Stokkseyrarvelli í gær. Björn sem á við smávægileg meiðsli að stríða var ekki með í leiknum en fylgdi að sjálfsögðu liðinu á völlinn og var okkar 12. maður á hliðarlínunni.

Síðuhaldari: Jæja Bjössi...
Bjössi: Já sæll, ég vill bara byrja á að biðjast afsökunar á þessu krullu gríni. Ég veit vel að menn með krullur rokka mest og vill bara að þú vitir að þetta er bara grín sem ég er með vegna lítils sjálfsálits.

Síðuhaldari: Já takk fyrir það, ég tók þetta nú aldrei nærri mér þar sem að ég veit betur, svo er ég líka hrokkinhærður.
Bjössi: Já þið rokkið allir feitt. Það hefði bara þurft fleiri fallega drengi eins og Björn Aron í leikinn þá hefðum við slúttað þesssu, hvar varst þú eiginlega?

Síðuhaldari: Jæja, taktu nú hausin út úr ra*******u á mér og byrjum þetta. Hvað gerðist í fyrri hálfleik?
Bjössi: Já, fyrsta færið okkar átti Siggi Gísli, hann komst í gott færi í fyrri hálfleik og smellti boltanum í slánna með einni af sínum margrómuðu vippum sem hann hefur skorað svo mörg mörkin með en ekki vildi boltinn inn í þetta skiptið. Seinna vann Siggi Gísli svo boltann af Argentíska varnarsóknarmanni Árborgar sem var eitthvað að sóla í vörninni, boltinn barst til Hákons sem setti boltann laglega í fjærstöngina og inn með skoti fyrir utan teiginn með tvo varnarmenn í sér.

Síðuspikaður: Ok, eitt núll í hálfleik eitthvað fleira markvert sem gerðist í hálfleiknum?
Bjössi: Já, skemmtilegt atvik átti sér stað í fyrri hálfleik þegar Rabbi fékk fast högg djásnið
í miðjunni og þurfti að fara af velli. Marri leysti hann af hólmi en var aðeins búinn að vera inn á vellinum í 5 mín þegar hann fékk boltann í djásnið og þurfti að fara að velli fyrir Rabba sem var búinn að jafna sig. Furðuleg taktík hjá Árborgurum að losna svona við okkar menn.

Síðuhaldari: Var eitt núll verðskuldað í hálfleik?
Bjössi: Já í heildina vorum við sterkari aðilinn í hálfleiknum og lentum aldrei í vandræðum í vörninni, sem var gott að sjá.

Síðuhaldari: Hvað sagði Kristmar í hálfleiksræðunni, hvernig var hann í djásninu?
Bjössi: Ég missti að hálfleiksræðunni þar sem ég var að éta nestið mitt í bílnum, sorry.

Síðuspikaður: Hvurskonar fréttamennska er þetta! Hvað fékkstu í nesti?
Bjössi: Bananagraut í svona lítilli sætri krukku, hrikalega gott, en samt svolítið lítið magn. Var þó með tvær aðra með perubragði.

Síðuhaldari: Já, þú meinar svona barnamat í krukku?
Bjössi: Þetta er ekkert barnamatur! Það er til fullt af þessu heima!

Síðuhaldari: Jájá, jæja hvernig var seinni hálfleikur?
Bjössi: Í síðari hálfleik hleyptum við Árborgurum alltof mikið inn í leikinn og þeir jöfnuðu leikinn snemma í síðari hálfleik. Við fengum möguleika á að jafna leikinn þegar Marri fékk stungusendingu inn fyrir vörn Árborgar og lék á markmanninn sem braut á honum og réttilega dæmd vítaspyrnu. Rabbi steig á punktinn en lét verja frá sér. Árborgara komust svo í 2-1 þegar 15 mín voru eftir. En á síðustu mínutu leiksins jafnaði Marri með marki úr vítaspyrnu eftir að hendi hafði verið dæmd á leikmann Árborgar. Annar tvíburinn meiddist svo lítillega en ég man ekki hvor en þetta voru síðan loka tölur leiksins og held ég að það hafi verið sanngjörn úrslit.

Síðuhaldari: En við unnum ekki þannig að eitthvað hýtur að mega gera betur?
Bjössi: Já það var margt sem betur má fara. Menn eru til dæmis sífellt að svindla á hlaupum og ekki að elta mennina sína til baka þegar við missum boltann í sókninni, og komu bæði mörkin þeirra upp úr slíkri leti. Svo erum við hreinlega allir alltof staðir þegar við erum að spila boltanum og erum þar afleiðandi að gera okkur þetta alltof erfitt fyrir.

Síðuhaldari: Ljósir punktar?
Bjössi: Ljósu punktarnir eru þegar við erum að spila stutt þríhyrnings spil. Þá komumst
við nánast undantekningalaust í færi og við erum að gera þetta mjög vel en þessir kaflar eru alltof fáir og alltof stuttir. Þess á milli erum við að hnoðast og moðast og ekki að skila boltanum nægilega vel frá okkur. En ljósasti punkturinn er samt án efa sá hvað við erum gríðarlega fallegir, svona flestir okkar. Þetta er greinilega eitthvað sem við þyrftum að byggja á Þó að það hafi bara verið einn okkar með krullur í þessum leik.

Síðuhaldari: Hvað er svo frammundan?
Bjössi: já það stendur mikið til á næstunni. Á laugardaginn verður fyrsti leikur okkar í bikarnum og er hann gegn Drang frá Vík í Mýrdal og eru menn fullir tilhlökkunnar. Eftir leikinn verður svo frumflutt nýja lag Meistaraflokks Hamars og einnig frumsýnt nýtt dansmyndband með Hirti Sveinssyni, ég vona að þú látir sjá þig Ásgeir minn, ég sakna þín.

Byrjunarliðið
Þá fór Björn heim til sín, límdi á sig mottuna og henti sér í hlírabolinn. Því næst nelgdi hann sér inn í eldhús og helti karlmannlega í sig einni krukku af hindberjagraut, og svo annarri með eplum. Um leið og hann skutlaði á sig kúreka hattinum á leiðinni út sagði hann við kellinguna: ,,Ekki vaka ekki eftir mér (rop), ég er að fara í keilu með strákunum og kíkja á einhverjar tjéllingar (prump)."

Byrjunarliðið: Simmi í marki. Árni Geir og Steini í miðvörðum. Bakverðir Björn Aron vinstri og Árni hægri. Miðja Rabbi, Hákon og Helgi. Frammi Binnni vinstri og Hannes Hægri með Sigga Gísl fyrir miðju. Svona var lagt upp í leikinn og spilað 4-3-3.

Varamenn:
Siggi Gústafs, Tryggvi Freyr, Haffi Björns og Kristmar Geir. Allir varamenn komu inn á. Skipt var ótt og títt þannig að ekki verður nákvæmur tími gefinn upp.

Liðstjórn:
Enginn en áhorfendur voru Bjössi og svo kom Hjörtur í seinni hálfleik.

Mörk: Hákon og Kristmar.

Baráttukveðjur

Björn Ásgeir