laugardagur, maí 13

Drangur - Hamar

Siggi skoraði sitt annað
mark í bikar fyrir Hamar
Hamar og Drangur mættust í Visa-Bikarnum á laugardaginn og voru lokatölur voru 2-1 fyrir Drang. Drangur var í þetta skipti aðalega skipaður leikmönnum úr Fjölni, Fram, Þrótti Reykjavík og fleiri en liðið spilar í utandeildinni undir nafninu Vængir Júpiters. Áfram fylgir því Hamri draugurinn sem vofað hefur yfir liðinu í bikarleikjum en liðið hefur ekki unnið neinn af þeim fimm bikarleikjum sem liðið hefur spilað síðan 2003(nema einn á kæru).

Síðuhaldari: Jæja Hjörtur, af hverju ertu svona rauður í framan?
Formaðurinn: Jahh!! ætli það sé ekki útaf þessu fo*****s au******m sem geta ekki dr****st til að spila eins og menn! Mæta hérna með hausinn undir hendi og hugan í vasanum ég bara....

Síðuhaldari: Svona, svona, róaðu þig. Þú ert orðin blár, hvernig var þetta?
Formaðurinn: Jahh, eins og ég segi þá byrjuðu Hamarsmenn leikinn með hangandi haus og greinilega ekki tilbúnir í leikinn. Drangsmenn voru svo sem ekkert sterkir en fyrst og fremst vorum við bara ömurlega lélegir. Rabbi reyndi að gefa Drangsmönnum eitt mark í forgjöf með sendingu til heiðurs Steven Gerrard til baka á sóknarmann þeirra sem skaut þó framhjá þegar hann var kominn rétt inn fyrir teiginn.

Síðuhaldari: Er Rabbi kannski annar vængur Júpiters?
Formaðurinn: Engin er sekur uns sekt er sönnuð en rannsóknarnefnd hefur verið skipuð til að athuga tengsl Rabba við mótherjana og rannsakað verður ítarlega hvort um mútuþegni sé að ræða. Annars áttum við einhver færi í fyrri hálfleik, til dæmis skot í stöng um miðjan hálfleik en boltinn var ekki að ganga nógu vel á milli manna og við vorum flestir mjög óöryggir að halda boltanum og leikurinn þróaðis í það að gefa langa bolta fram á sóknarmenn okkar. Drangur fékk svo aukaspyrnu eftir að Bakarinn hafði tekið sóknarmann þeirra niður þegar hann var að sleppa í gegn og mátti Björninn teljast heppinn að hanga inn á vellinum. Varnarveggurinn var illa staðsettur í aukaspyrnunni því að skot Drangsmannsinns fór framhjá honum og í markhornið sem að veggurinn átti að verja. Og þá erum við ekki að tala um í bláhornið heldur erum við að tala um það bil 50 cm frá stönginni, 1-0 fyrir Drang í hálfleik og ekkert fleira markvert sem gerðist í hálfleiknum.

Síðuhaldari: Hvað sagði Marri við þessu? hann hefur ekki verið sáttur ef ég þekki hann rétt? (aldrei hitt manninn)
Formaðurinn: Hann sagði mönnum til að dr****st til að vakna og spurði hvort að menn væru komnir með hugan við þjöppuna sem skipulögð hafði verið fyrir kvöldið. Svo virtist allavega vera á spilamennsku okkar. Það breytti þó litlu því að það var sama dr****stöffið í seinni hálfleik, ekkert að ganga. Drangur komst því í 2-0 eftir að Ómar hafði varið en ekki náð að halda boltanum og hann barst til baka í klafsið í teignum til sóknarmanns Drangs sem setti boltan í autt markið.

Síðuhaldari: Fengum við engin færi?
Formaðurinn: Jú, Árni Geir fékk háa sendingu fyrir markið en hann hitti boltan ekki, nánast fyrir opnu markinu. Haukur sem hafði komið inn á fyrir Binna átti viðstöðulaust skot beint á markmanninn sem að varði skotið yfir. Siggi Gísli skoraði svo fyrir okkur eftir klafs í teignum. Í stöðunni 2-1 þegar ein mínúta var eftir af leiknum átti Haukur skalla í stöngina fjær eftir góða fyrirgjöf frá hægri.

Síðuhaldari: Tvö stangarskot, opið mark og hvaðeina hvað vantaði til að klára leikinn?
Formaðurinn: Auka talandan, vantar réttar færslur varnar og miðju en fyrst og fremst þurfa menn að fara í andlega íhugun og skapa sér hugarfar sigurvegara.

Síðuhaldari: Einhverjir ljósir punktar?
Formaðurinn: Ekki að svo stöddu, allt í myrki, ekkert ljós.

Síðuhaldari: Maður leiksins kannski?
Formaðurinn: Enginn!


Byrjunarliðið á móti Drang
Byrjunarliðið
Ómar Freyr í markinu, Árni Geir og Þorsteinn í miðvörðum, Björn Aron og Árni V. í bakvörðum, Rafn og Hannes á miðjunni og Helgi fyrir framan þá, Siggi Gísli og Brynjar Elefsen á vængjunum og Kristmar Geir frammi.

Varamenn
??. Haukur Kristins
??. Brynjar Elefsen

??. Egill Örn
??. Hannes

Tryggvi Freyr
Siggi Gústafs
Hafþór Björns

Liðsstjórn
Hjörtur Sveinsson

Spjöld
??
??

Mörk
??. Siggi Gísli



Það voru sjö leikmenn að spila sínar fyrstu mínútur fyrir Hamar í bikar í þessum leik en það voru þeir Árni Geir, Árni Vigfússon, Björn Aron, Brynjar Elefsen, Egill Örn, Kristmar Geir og Þorsteinn Vigfússon.

Sigurður Gísli er markahæsti leikmaður Hamars í bikarleikjum með tvö mörk

Það er aðeins einn leikmaður sem hefur spilað alla fimm bikarleiki Hamars. Það er Rabbi en hann hefur jafnframt spilað allar 450 mínútur leikjanna og alltaf verið númer níu. Hann var fyrirliði í síðustu tveimur leikjum.