fimmtudagur, maí 11

Íslensk knattspyrna

Íslensk knattspyrna
er veglegur gripur

Eins og kom fram á félagsfundi Hamars nú á dögunum býðst Hamarsmönnum og velunnurum félagsins nú áskrift af hinni veglegu bók Íslensk Knattspyrna. Bókin kemur út einu sinni á ári, og hefur gert frá árinu 1983, og er eitthvað sem að allir knattspyrnuáhugamenn verða að eiga. Bókin er eftir Víðir Sigurðsson blaðamann á Morgunblaðinu og í henni er fjallað ítarlega um efstu deildir karla og kvenna, landsleiki, Evrópuleiki og bikarinn. Einnig er fjallað um neðri deildirnar, yngri flokka, deildarbikarinn, Reykjavíkurmótið, innanhúsmót og atvinnumennskuna. Í bókinni er að finna úrslit allra leikja í mótum KSÍ á ári hverju og einnig er hún veglega skreytt með um 320 myndum á 224 blaðsíðum og þar af eru 64 blaðsíður í lit.

Áskriftartilboðið hljómar svona:
(Fullt verð út úr búð er 4.990 kr.)
Áskriftarverð fyrir eintakið býðst á 2.990 kr.

Þá býðst okkur tilboð á eldri eintökum hvort sem er stakar bækur eða í pakka frá árunum 1983 til 2005.

Eldri bækur:
20 bækur - allir eldri titlar 15.900 kr. (795 kr stk).
10 bækur – valdir eldri titlar 9.900 kr. (990 kr stk).
5 bækur – valdir eldri titlar 6.900 kr. (1380 kr stk).

Stakir titlar:
(Árg. 1984 uppseldur)
- árin 1983 - 1990: 1500 kr. eintakið
- árin 1991 - 1999: 2000 kr. eintakið
- árin 2000 – 2005: 2500 kr. eintakið

Allar séróskir um eldri eintök verða skoðaðar og reynt verður að verða við þeim. En til að leggja fram þær óskir eða fá áskrift af framtíðareintökum, sem alltaf er hægt að segja upp, þarf bara að hafa samband við Björn Ásgeir eða Hjört í gegnum tölvupóst eða síma. Við munum þá setja ykkur á blað og láta svo vita þegar varningurinn er kominn í hús. Þetta er einstakt tækifæri og hvetjum við alla til að grípa það því að 2.990 krónur á ári er ekki mikið fyrir jafn veglega bók og Íslensk Knattspyrna er.

Hjörtur formaður
Netfang: hjorturs@simnet.is
Sími: 866 0418

Björn Ásgeir (eftir 25. maí)
Netfang: bab3@hi.is
Sími: 8657035

Kveðja Stjórnin